fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Hrun stórveldisins í Vesturbæ: Fjármál í ólestri og aðstaðan sjúskuð – Kjaftasögur um auðmenn sem gefa fólki von um bjartari tíma

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR er í huga margra merkasta íþróttafélag Íslands, saga félagsins er mögnuð og þá sérstaklega í knattspyrnu karla þar sem liðið hefur orðið Íslandsmeistari 27 sinnum.

Þetta sögufræga félag hefur hins vegar upplifað mögur ár, aðstaða félagsins er löngu komin til ára sinna og hrun í árangri hefur vakið athygli.

Staða knattspyrnunnar:

KR-ingar karla félagið Stórveldi en enginn slíkur bragur hefur verið á knattspyrnudeild félagsins síðustu ár. Karlalið félagsins endaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, staða kvennaliðsins er svo enn verri.

Kvennalið KR hefur fallið úr efstu deild og niður í neðstu deild á tveimur árum, þá hafa leikmenn kvennaliðsins kvartað undan því hvernig komið er fram við þær í Vesturbænum.

Kom það fram sumarið 2022 að bæði leikmenn og þjálfara voru mjög ósáttir með hvernig félagið stóð að málum.

Á árum áður voru bæði karla og kvennalið KR í fremstu röð en það hefur ekki tekist að endurtaka það undanfarin ár. Fimm ár eru frá því að karlalið félagsins vann titil og hefur síðan þá ekki verið líklegt til þess.

Fjármálin voru í hið minnsta ólestri:

Fyrir um 18 mánuðum síðan var Lúðvík Georgsson, þá formaður aðalstjórnar félagsins heiðarlegur og sagði félagið í heild glíma við fjárhagsvandræði.

„Síðustu tvö eða þrjú ár hafa verið mjög erfið fyrir fé­lagið eftir að kóróna­veiran kom skjalanna. Ýmsar á­kvarðanir hafa verið teknar og þær litast af fjár­hags­stöðu fé­lagsins eftir til­komu kóróna­veirufar­aldursins. Við erum að reyna að vinna okkur upp úr því en það er mjög erfið hola sem fé­lagið hefur lent í, í tengslum við það,“ sagði Lúðvík við Fréttablaðið haustið 2022.

Ég er ekki með puttana á verka­skiptingu innan hverrar deildar, það er ó­vinnandi. Staðan hefur verið mjög erfið í fé­laginu, bæði hjá körfunni og knatt­spyrnunni. Við erum að reyna að vinna okkur út úr því,“

Lúðvík Georgsson, fyrrum formaður KR.

Frostaskjól:

Upp úr aldarmótum þótti ekkert flottara en að fara á leik í Frostaskjóli, aðstaðan þá var fyrsta flokks en síðan þá hefur varla verið neitt gert fyrir svæðið. Stúkan er orðin sjúskuð og aðstaða fyrir áhorfendur er langt frá því sem gott þykir á Íslandi í dag.

Aðstaða fyrir yngri iðkendur er léleg, einn gervigrasvöllur er fyrir fótboltann á veturna og íþróttahöllin sjálf er einnig farin að láta á sjá.

Félagið hefur verið að bíða eftir því að Reykjavíkurborg fari í framkvæmdir en hvenær eða hvort þær yfir höfuð fari af stað veit hreinlega enginn. Oft er búið að lofa að framkvæmdir fari að hefjast en enn er ekkert farið af stað.

Ljóst er að félagið þarf mikið á því að halda að aðstaða fyrir meistaraflokka, yngri flokka og áhorfendur verði á pari eða jafnvel betri en það sem þekkist á Íslandi í dag.

Körfuboltinn:

Flaggskip KR til margra ára var körfuboltinn og þá sérstaklega í karlaflokki. Félagið varð ítrekað Íslandsmeistari og vann þann stóra mörg ár í röð, hrun félagsins þar hefur verið ótrúlegt.

Karlaliðið sem rúllaði yfir deildina ár eftir ár féll úr efstu deild í fyrra og kvennaliðið leikur nú einnig í næst efstu deild.

Ekki hefur alltaf verið lagt upp úr því að vera með lið í kvennakörfunni en það að KR eigi ekki lið í efstu deild í körfubolta telst hneyksli í Vesturbænum.

Hefur körfuboltadeild félagsins meðal annars þurft að standa í málaferlum við uppalda leikmenn sem töldu sig eiga inni fjármuni hjá félaginu. Fór það svo að Landsréttur dæmdi félaginu til að greiða Kristófer Acox ógreidd laun.

Þjálfaraleitin:

Það segir ýmislegt um stöðu KR að nánast enginn vildi taka við karlaliði félagsins í fótbolta síðasta haust. Stjórn félagsins ákvað að henda Rúnari Kristinssyni út og var með það markmið að ráða Óskar Hrafn Þorvaldsson til starfa, það var líklega óraunhæft markmið enda endaði Óskar í atvinnumennsku og hefði líklega aldrei tekið við KR sama hvað.

Fjöldi aðila hafnaði svo starfinu en nægir þar að nefna Halldór Árnason sem tók við Breiðablik af Óskari, Davíð Snorra Jónasson þjálfara U21 árs landsliðsins og Ólaf Inga Skúlason sem stýrir U19 ára landsliðinu.

Formaður KR hefur reynt að fara í feluleik með þessa staðreynd en félagið endaði á að ráða Gregg Ryder til starfa. Ryder hefur reyndar vakið nokkra lukku í Vesturbænum og eru margir spenntir fyrir því hvað hann gerir með liðið. Hann er hins vegar óskrifað blað í þjálfun í efstu deild hér á landi en hann hefur áður verið með Þrótt og Þór.

Gregg Ryder þjálfari KR.
Mynd – RÚV

Er upprisan að hefjast?

Nú heyrast þær sögur út um allan bæ að búið sé að dæla fjármunum inn í karlalið félagsins í fótbolta. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðamaður kemst næst hafa vel stæðir einstaklingar sett saman pakka fyrir knattspyrnudeildina, munu þeir skaffa deildinni 150 milljónir króna í tvö tímabil. Eru vonir bundnar við það að þetta geti hjálpað karlaliði félagsins að reisa sig við á nýjan leik og koma sér aftur í hóp þeirra bestu.

Félagið hefur sýnt klærnar á leikmannamarkaðnum og unnið kapphlaup við Val, Breiðablik og fleiri lið þegar kemur að leikmönnum. Það eitt bendir til þess að peningarnir séu til staðar í Vesturbæ.

Knattspyrnudeildin hefur upplifað mjög erfið ár bæði innan vallar og í rekstri sínum en ítrekaðar sögur um vandræði með launagreiðslur hafa komið úr Vesturbænum síðustu ár.

Margir velta því fyrir sér hvað verður um aðrar deildar, kvennalið félagsins í fótbolta hefur verið í frjálsu falli og eins og fram kom að ofan þá hefur körfuboltinn verið í tómu klandri.

Peningar eru þó engin áskrift að árangri en gefur mörgum bjartsýni um að betri tímar séu framundan hjá þessu sigursæla félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Í gær

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Í gær

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara