fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Arnar ræðir launakröfur á Íslandi í dag – Valur hafði efni á Aroni, Aroni og Alex en töldu það ekki réttlætanlegt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 15:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur fór í viðræður við Alex Þór Hauksson, Aron Bjarnason og Aron Sigurðarson en enginn þeirra endaði á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson þjálfari liðsin sagði frá þessu í Þungavigtinni.

Alex Þór og Aron hafa samið við KR en Aron Bjarnason endaði í Breiðablik en félagið borgaði væna summu til Sirius í Svíþjóð fyrir Aron.

„Ég get staðfest að við töluðum við alla þessa leikmenn, á einhverjum tímapunkti í samtölum við þessa menn þá leit út eins og þeir væru að koma til okkar,“ sagði Arnar í Þungavigtinni.

„Það er ekkert klárt fyrr en það er búið að skrifa undir og blekið búið að þorna. Það er högg og ekki högg, það þarf líka að vera skynsemi í því sem menn gera.“

Arnar telur að launakröfur á Íslandi séu komnar á villigötur og að reksturinn standi ekki undir sér með sama áframhaldi.

„Mér finnst persónulega hlutir vera komnir út fyrir það sem eðlilegt er að gera, að Valsmenn segi að það sé erfitt með sitt back up, þá er það erfitt fyrir marga.“

„Mér finnst skrýtið að leikmenn fari erlendis í smá tíma og fá svo helmingi hærri laun á Íslandi en úti. Mér finnst það skrýtið.“

„Það eru margir að gambla ansi mikið, það eru ekki miklar tekjur af áhorfendum, auglýsinga og sjónvarpstekjur eru ekki það miklar. Við getum ekki gert samninga eins og maður er að heyra.“

Arnar segir að viðræður við þessa þrjá leikmenn hafi gengið vel en svo hafi ýmislegt breyst í ferlinu.

„Við vorum inni í þessu lengi vel en svo virkaði þetta dæmi þá magnaðist þetta, þú hélst að þú værir kominn með þetta og svo tveimur dögum síðar voru komnar aðrar tölur. Þetta var orðið þannig að við litum á þetta að það væri ekki þess virði.“

„Þarna breytast forsendur og við teljum okkur ekki getað fylgt því. Valur hefði alveg getað gert en við teljum okkur ekki getað réttlætt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Knattspyrnudómari grunaður um kynferðisbrot gegn barni – Handtekinn í Miami

Knattspyrnudómari grunaður um kynferðisbrot gegn barni – Handtekinn í Miami
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktust fyrir að sofa hjá 100 karlmönnum á 14 klukkustundum – Er nú í sambandi með frægum knattspyrnumanni

Þekktust fyrir að sofa hjá 100 karlmönnum á 14 klukkustundum – Er nú í sambandi með frægum knattspyrnumanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina
433Sport
Í gær

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald