Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er búinn að skora fyrir Blackburn Rovers í rimmu liðsins við Rúnar Alex Rúnarsson og félaga í Cardiff City í þriðju umferð enska deildarbikarins.
Verið var að blása til hálfleiks í viðureigninni en staðan er 2-2 og skoraði Arnór annað mark Blackburn eftir að gott hlaup inn í vítateig andstæðinganna.
Arnór gekk til liðs við Blackburn fyrir tímabilið en hann var meiddur fyrstu vikurnar og er nýfarinn af stað eftir þá glímu. Ferill hans hjá Blackburn fer vel af stað en Arnór skoraði í sínum fyrsta leik gegn Ipwich á dögunum.
Hér má sjá mark Arnórs gegn íslenska landsliðsmarkverðinum:
⚽️🏴 GOAL | Anor Sigurdsson | Blackburn 2-1 Cardiff City pic.twitter.com/AeJqD9Imcb
— OuiSports (@OuiSports) September 27, 2023