fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
433Sport

Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2023 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum glaður eftir að hafa spilað sinn fyrsta fótboltaleik í 852 daga í dag. Hann kom inn á fyrir Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni og viðbrögð viðstaddra stóðu ekki á sér.

Gylfi kom inn á sem varamaður síðustu 20 mínúturnar í 1-1 jafntefli Íslendingaliðs Lyngby gegn Vejle í kvöld.

„Tilfinningin er mjög góð. Það er frábært að vera kominn aftur á völlinn. Auðvitað er svekkjandi hvernig fór en persónulega er ég mjög sáttur með að vera byrjaður að spila fótbolta aftur,“ sagði Gylfi við 433.is eftir leik.

„Það er töluverð vinna að baki og töluverð vinna framundan. Þetta voru ákveðin tímamót að koma aftur á völlinn en það er langt í land.“

video
play-sharp-fill

Frábærar móttökur

Gylfi var spurður út í það hvernig honum fannst að spila eftir allan þennan tíma og hvort það hafi verið eins og hann átti von á.

„Ég veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst. Fókusinn er algjörlega búinn að vera á að æfa eins mikið og ég get síðustu vikur og ég hef eiginlega ekki haft tíma til að spá í hvernig yrði að spila aftur,“ sagði hann þá.

Sem fyrr segir voru móttökurnar á vellinum hér í Lyngby hreint ótrúlegar og Gylfi hylltur sem hetja.

„Þetta var æðislegt. Frábærar móttökur. Það er kannski erfitt þegar þú ert að reyna að einbeita þér að því að spila fótbolta og gera einföldu hlutina rétt. En þetta var frábært fyrir mig persónulega og hvetur mann áfram.“

Gylfi er virkilega sáttur með að hafa skrifað undir hjá Lyngby, þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari og Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru liðsfélagar hans.

„Þetta er bara yndislegt. Köben sem borg er frábær. Ég vissi að hún væri mjög flott borg og skemmtileg en hún hefur farið fram úr mínum væntingum. En að vera með Frey og Íslendingana hérna, sem og strákana í liðinu, þetta er eiginlega fullkominn staður fyrir mig að koma mér í gang.“

Gylfi vill klæðast landsliðstreyjunni á ný. ©Anton Brink 2020

Ætlar í landsliðið

Gylfi segir að í allri fjarverunni frá fótboltanum hafi íslenska landsliðið verið það sem fékk hann til að hlakka til að spila fótbolta á ný. Þangað ætlar hann sér.

„Ég eiginlega saknaði fótbolta ekki neitt. Það eina var kannski landsliðið. Mann dreymdi oft að maður væri að skora fyrir landsliðið þegar áhuginn á fótbolta var mjög lítill.

Ég væri ekki hér í dag ef mig langaði ekki að spila fyrir landsliðið. Það er eina markmiðið að komast aftur á Laugardalsvöll og að spila fyrir Ísland með strákunum.“

Næstu landsleikir Íslands eru í nóvember og þar ætlar Gylfi sér að vera.

„Ég vil spila alla leiki. Alveg sama í hvaða standi ég er í vil ég alltaf spila fyrir Ísland. Næsta skref eru landsliðsverkefni í október og nóvember svo vonandi verð ég kominn heim í október.“

Ítarlegra viðtal við Gylfa er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ég vil ekki sitja hérna og reyna að draga úr þessu, þjóðin má vera eins og hún vill“

„Ég vil ekki sitja hérna og reyna að draga úr þessu, þjóðin má vera eins og hún vill“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill skipta um vinnuveitendur í þessum mánuði

Vill skipta um vinnuveitendur í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kalla hann til baka úr láni

Kalla hann til baka úr láni
433Sport
Í gær

Enn eitt félagið orðað við Rashford

Enn eitt félagið orðað við Rashford
433Sport
Í gær

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist
Hide picture