Manchester United hefur fest kaup á markverðinum Altay Bayindir frá Fenerbahce.
Hinn 25 ára gamli Bayindir kemur til með að leysa Dean Henderson af sem varamarkvörður Manchester United og veita Andre Onana samkeppni.
United greiðir Fenerbahce á bilinu 6-7 milljónir evra fyrir þjónustu hans.
Bayindir gerir fjögurra ára samning á Old Trafford.
A proud moment.
✍️ @AltayBayindir_1#MUFC pic.twitter.com/4y2GEWdIBy
— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2023