Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
ÍBV var á dögunum sektað fyrir skelfilega hegðun stuðningsmanna í garð aðstoðardómara á leik gegn Val í Bestu deild kvenna.
Ógeðsleg ummæli eins og „það ætti að hengja þig“ „það ætti að skjóta þig í hausinn“ voru látin falla.
„Við höfum horft á ansi marga leiki hjá ÍBV þar sem er ekki verið að lýsa. Þar heyrir maður ýmislegt og hefur lúmskt gaman að því en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Hrafnkell um málið.
„Svona fólk á bara að banna á knattspyrnuleikjum, ekkert flóknara en það.“
Arnar tók til máls.
„Það er enginn að fara að fela sig á bak við það að menn hafi ekki vitað hver á í sök. Þetta er bara hræðilegt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.