Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í 90 daga bann af FIFA eftir atvik sem kom upp á dögunum.
Rubiales hefur neitað að segja starfi sínu lausu og gaf út yfirlýsingu eftir úrslitaleik HM kvenna milli Spánar og Englands.
Rubiales sást kyssa Jenni Hermoso, fyrirliða Spánar, á óviðeigandi hátt eftir viðureignina og hefur fengið harkalega gagnrýni í kjölfarið.
Sky Sports greinir nú frá að Rubiales sé kominn í 90 daga bann frá fótbolta og má ekki hafa samband við Rubiales eða hennar fjölskyldu á þeim tíma.
Pressan er að aukast verulega á Rubiales að segja af sér en hvort það gerist mun koma í ljós á næstu dögum eða vikum.