Launin hjá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, lækkuðu lítillega á milli ára ef miðað er við greitt útsvar. Gögn um þetta voru aðgengileg fjölmiðlum fyrr í dag.
Laun Vöndu lækka um þrjú þúsund krónur á mánuði en á sama tíma hækka launin hjá framkvæmdarstjóra sambandsins, Klöru Bjartmarz.
Klara er með ögn lægri laun en yfirmaður sinn en Klara var með rúmar 1,2 milljón á síðasta ári.
Launin hjá Vöndu eru vel yfir 1,3 milljónir á mánuði en konurnar öflugu eru launahæstu starfsmennirnir á skrifstofu KSÍ enda bera þær ábyrgð á öllu starfi sambandsins.
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ á síðasta ári til tveggja ári og gæti á næsta ári þurft að berjast fyrir starfinu þegar kosið verður um formann á nýjan leik.
Nafn – Laun 2021 – Laun 2022:
Vanda Sigurgeirsdóttir 1,356,926 1,353,438
Klara Bjartmarz 1,194,333 1,218,804