Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern ætlar að hreinsa til hjá félaginu í sumar og selja nokkra af verðmætari leikmönnum félagsins.
Þannig segir Bild frá því að þrír alvöru kantmenn séu til sölu en það eru Sadio Mane, Leroy Sane og Serge Gnabry.
Allir þrir ættu að verða ansi eftirsóttir en Mane kom frá Liverpool fyrir ári síðan.
Alexander Nubel sem er markvörður félagsins má fara og Bouna Sarr bakvörður getur farið. Marcel Sabitzer, sem var á láni hjá Manchester United er einnig til sölu.
Þá má Benjamin Pavard fara en hann vill nýja áskorun, Real Madrid, Barcelona, Manchester United, Manchester City, Liverpool og Inter vilja öll fá hann.