fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Willum: ,,Eins og íslenska liðið var þá hefðum við kannski nýtt þessi færi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 gegn Slóvakíu í kvöld í þriðja leik sínum í riðlakeppni undankeppnis EM.

Tapið var mjög svekkjandi en næsta verkefni verður enn erfiðara gegn engum öðrum en Portúgal.

Ísland er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki en tapið í kvöld var mjög svekkjandi og mögulega ósanngjarnt.

Willum Þór Willumsson fékk að byrja leikinn fyrir Ísland í kvöld og stóð sig vel. Willum fiskaði til að mynda vítaspyrnuna sem Ísland skoraði úr.

,,Menn voru ótrúlega svekktir. Við byrjuðum þetta virkilega vel og fengum fullt af sénsum sem við áttum að nýta betur. Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og hefðum kannski átt að vera komnir yfir þá. Svo erum við með 1-1 stöðu og svo kemur annað skítamark,“ sagði Willum.

,,Eins og íslenska liðið var þá hefðum við kannski nýtt tvö af þessum þremur eða fjórum færum sem við fengum og ef við komumst í 1-0 eða 2-0 þá er þetta allt annar leikur.“

,,Vítið var réttur dómur, hann klippir mig niður. Við lögðum mikla orku í fyrri hálfleik og það er venjulegt þegar þú ert búinn að leggja mikla orku og við vorum mjög direct þá verða menn smá þreyttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“