„Ótrúlegur og ógeðfelldur atburður átti sér stað í dag í leik Kára og Kormáks/Hvatar þegar Alberto Sánchez Montilla ákvað að bíta Hilmar Halldórsson í fótinn þegar þeir lágu saman hlið við hlið eftir samstuð,“ segir á Facebook síðu Kára.
Liðin mættust í 3 deild karla í gær og gerðu 1-1 jafntefli. Bæði Montilla og Hilmar fengu rautt spjald vegna málsins.
„Hilmar Halldórsson á leið í stífkrampasprautu í fyrramálið eftir þetta ógeðfellda athæfi. Alberto fékk rautt spjald í leiknum, en líka Marinó Hilmar er hann ýtti Alberto af Hilmari þegar Alberto var að bíta Hilmar sem ættu jú að þykja eðlileg viðbrögð við jafn ógeðfelldum aðstæðum,“ segir á vef Kára.
Kári vonar að Montilla fái langt bann. „Vonum bara að við svona sturlun fylgi löng refsing, því enginn vill sjá bítandi leikmenn á fótboltavellinum,“ segir enn fremur.