fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
433Sport

Gary tjáði sig um hegðun félaga síns – „Óafsakanlegt á alla vegu“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 17:10

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin er þokkalega sáttur með byrjun tímabils hjá liði Selfoss í Lengjudeildinni en segir að meiri stöðugleika þurfi. Enski sóknarmaðurinn var í viðtali í hlaðvarpsþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is

Selfoss er með 3 stig eftir jafnmarga leiki í deildinni. Liðið byrjaði á að tapa gegn Aftureldingu. Svo kom sigur gegn Leikni R. og tap gegn Fjölni.

Á morgun mætir Selfoss Ægi í nágrannaslag. „Þetta verður erfiður leikur. Ef Ægir fer niður þá myndu þeir líta á það sem gott tímabil að vinna Selfoss,“ segir Gary.

„Þetta er grannaslagur. Mig langar að geta gengið um hérna um helgina í stað þess að vera fastur uppi í íbúð.“

Gary segir að of mikill óstöðugleiki sé í liði Selfoss í upphafi tímabils.

„Það fylgir ungum leikmannahópi. Við getum farið frábærir eina vikuna en ekki þá næstu. Við vorum linir gegn Fjölni, ekki eins og við eigum að okkur að vera.

En við unnum Leikni úti og ég held að fáum liðum takist það.“

video
play-sharp-fill

Óafsakanlegt hjá Gonzalo

Selfyssingar fengu þrjú rauð spjöld á sig í síðasta leik gegn Fjölni. Þau fengu Þorlákur Breki Baxter og Gonzalo Zamorano. Sá síðarnefndi fékk spjaldið fyrir að hrækja á andstæðing.

„Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ segir Gary ómyrkur í máli um það atvik.

Lengjudeildin er afar jöfn og verður það líklega áfram.

„Það er erfitt að segja hvernig þetta sumar fer. Allir eru að vinna alla. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra þar sem ég vissi að HK og Fylkir færu á endanum upp.

Ég bjóst við að ÍA yrði ofar núna. Þeir eru í vandræðum. En við sjáum til. Ef þú setur saman kafla í þessu móti þar sem þú vinnur 4-5 leiki ertu í góðum málum.“

Næstu leikir Selfoss eru gegn nýliðunum þremur, Ægi, Þrótti R. og Njarðvík. Vill Gary vinna þá alla þó Fjölnir hefði mátt vera með inni í því.

„Ég horfði á þessa fjóra leiki og hugsaði að við gætum unnið þá alla. Það er ekki eins og þetta hafi verið ÍA eða Grindavík. Þetta voru fjórir leikir sem við gátum unnið.“

Aldrei verið betri

Gary hefur ekki skorað á tímabilinu. Er það óvanalegt fyrir kappann.

„Ég ætti að hafa skorað fimm mörk á þessu tímabili. Það var færi á móti Leikni þar sem ég skil ekki enn hvernig markvörðurinn varði. Ég fékk líka ansi gott færi á móti Aftureldingu. Svo fékk ég tvö fín færi í viðbót á móti Leikni. En þetta er eins og það er. Þetta snýst ekki lengur um að ég skori.“

Gary hefur aldrei verið í betra standi líkamlega að eigin sögn.

„Ég hef aldrei verið betri. Ég vildi að ég hefði sett svona mikið í þetta þegar ég var yngri. En þú lifir og lærir. Ég er ekki að fara að hætta neitt á næstunni.

Ég er ekki enn kominn á þann stað að mér finnist fótboltinn vera vinna.“

Hinn 33 ára gamli Gary er nú einn af reynsluboltunum í liði Selfoss. Honum líkar þó ekki við það.

„Mér líkar ekki við það. Það getur verið gott því mér líður ekki eins og ég sé að verða gamall. En þegar maður hugsar út í að maður sé sá elsti þá er það smá ógnvekjandi.

Þetta eru allt aðrir tímar. Sumir af þessum strákum eru 15 árum yngri en ég. Þeir vilja ekki einu sinni hlusta á mig því þeir ólust upp á allt öðrum tímum en ég. Ég hugsa stundum út í að ég hefði aldrei komist upp með sumt af þessu sem þeir gera í KR með menn eins og Bjarna, Hannes og Viktor Bjarka,“ segir Gary Martin.

Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum.

Hér er svo þátturinn í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

27 útskrifast með UEFA CFM á Íslandi – Gunnar Jarl og Pablo Punyed þar á meðal

27 útskrifast með UEFA CFM á Íslandi – Gunnar Jarl og Pablo Punyed þar á meðal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grótta fær tvo efnilega leikmenn frá KR

Grótta fær tvo efnilega leikmenn frá KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Edu verður ekki lengi atvinnulaus – Sagður taka við starfi hjá liði sem er fyrir ofan Arsenal í deildinni

Edu verður ekki lengi atvinnulaus – Sagður taka við starfi hjá liði sem er fyrir ofan Arsenal í deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki lengi að sleikja sárin – Mætti með þrjá milljarða í vasanum og horfði á Íslendinginn

Ekki lengi að sleikja sárin – Mætti með þrjá milljarða í vasanum og horfði á Íslendinginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Real Madrid að gefast upp á Vinicius Jr

Forráðamenn Real Madrid að gefast upp á Vinicius Jr
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin
Hide picture