fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Klara hefur vísað máli Kjartans Henry til aganefndar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, sóknarmanns FH til aganefndar sambandsins. Þetta herma heimildir 433.is.

Kjartan Henry var mikið í fréttum eftir leik Víkings og FH í Bestu deild karla á dögunum. Framherjinn knái lét þá kappið bera fegurðina ofurliði.

Í fyrri hálfleik gaf Kjartan Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot svo hann lá blóðugur eftir. Sparkaði hann einnig í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar.

„Það að ég hafi viljandi gefið Niko olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk. Ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli,“ sagði Kjartan Henry eftir atvikið.

Aganefnd KSÍ mun fara yfir atvikið eftir að Klara vísaði málinu þangað og taka ákvörðun um það hvort dæma eigi framherjann í leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári