fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

FH samþykkir tilboð frá ÍBV í hinn öfluga Oliver Heiðarsson

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 14:14

Oliver Heiðarsson skoraði. Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Heiðarsson framherji FH er að öllum líkindum að ganga í raðir ÍBV. Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur FH samþykkt kauptilboð ÍBV í sóknarmanninn.

Eyjamenn hafa undanfarna daga átt í viðræðum við FH og að lokum samþykkt FH tilboðið. Ekki náðist í Davíð Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá FH við vinnslu fréttarinnar.

Til að félagaskiptin gangi í gegn þarf Oliver sjálfur að semja við Eyjamenn en ekki er talið að það verði flókið ferli. Oliver sem er fæddur árið 2001 skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

Oliver sem spilað getur sem kantmaður og framherji hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deild karla í sumar, báðum sem varamaður. Hann var ónotaður varamaður þegar FH tapaði gegn Fylki í Árbænum í gær.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar sem átti afar farsælan feril sem atvinnu og landsliðsmaður í knattspyrnu. Oliver ólst upp á Englandi en lék með Þrótti áður en hann gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið vann öflugan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristian Nökkvi söðlar um innan Hollands

Kristian Nökkvi söðlar um innan Hollands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Balotelli strax á förum

Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Í gær

Frá Chelsea til Aston Villa

Frá Chelsea til Aston Villa
433Sport
Í gær

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll