fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Telja að þetta sé upphæðin sem Gylfi varð af vegna þess hversu langan tíma rannsóknin tók

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagslegt tap Gylfa Þórs Sigurðssonar er talið vera um milljarður vegna rannsóknar lögreglu á meintu broti hans. Málið var látið niður falla í dag.

Viðskiptablaðið fjallar um málið og telur að tap Gylfa hafi numið tæpum milljarði  sem hefur ekki spilað fótbolta í að verða 700 daga.

Gylfi var í farbanni frá Bretlandseyjum í 637 daga en er nú frjáls ferða sinna og getur yfirgefið Bretlandseyjar.

Gylfi var með um 850 milljónir í árslaun hjá Everton, samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. Samkvæmt heimildum 433.is á Gylfi einhvern hluta inni af launum sínum hjá Everton fyrir síðasta árið sitt á samningi.

Það var ákvörðun Everton að Gylfi myndi ekki spila  á meðan rannsóknin var í gangi og þá var honum meinað að æfa með liðinu.

Gylfi hefur hins vegar verið án tekna í tæpt ár á meðan lögreglan lauk rannsókn sinni og saksóknari taldi það svo afar ólíklegt til sakfellingar, og felldi það niður.

„Það kann einnig að hafa áhrifa á næstu samninga Gylfa, ef hann snýr aftur í atvinnumennsku, að hann hefur ekki keppt undanfarin tvö tímabil. Jafnframt miða samningar leikmanna oft við bónusa út frá ákvæðum um spilaða leiki, mörkum og annað, sem Gylfi hefur ekki getað uppfyllt frá því að lögreglurannsóknin hófst,“ segir í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðains.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Í gær

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“
433Sport
Í gær

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar