fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Svona var tímalínan í máli Gylfa Þórs – Eftir 637 daga í farbanni er Gylfi laus allra mála og frjáls ferða sinna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 12:00

Gylfi Þór og Alexandra Helga eiginkona hans / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er frjáls ferða sinna eftir langa rannsókn lögreglunnar í Manchester. Var Gylfi grunaður um kynferðisbrot og hafði verið undir rannsókn í tæp tvö ár.

Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester þann 16 júlí árið 2021, hann hélt ávallt fram sakleysi sínu og er nú laus allra mála.

Gylfi var í farbanni frá Bretlandseyjum allan þennan tíma en er nú laus ferða sinna. Svona var tímalína málsins.

Tíma­línan í málinu:

16.júlí 2021: Gylfi Þór hand­tekinn í Manchester
Föstu­daginn 16. júlí var Gylfi hand­tekinn af lög­reglunni í Manchester vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi. Eftir skýrslu­töku hjá lög­reglunni var Gylfi látinn laus gegn tryggingu.

17.júlí 2021: Sam­fé­lags­miðlar byrja að slúðra
Net­verjar ýja að því á sam­fé­lags­miðlum að Gylfi Þór Sigurðs­son hafi verið hand­tekinn af lög­reglunni í Manchester vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn barni. Hús­leit hafi verið gerð á heimili Gylfa Þórs sam­hliða hand­tökunni. Gylfi Þór lék ekki með E­ver­ton í æfinga­leik þá helgi.

19.júlí 2021: Settur í leyfi hjá fé­lags­liði sínu, E­ver­ton
E­ver­ton stað­festir að leik­maður liðsins hafi verið settur í ó­tíma­bundið leyfi hjá fé­laginu vegna lög­reglu­rann­sóknar. Skömmu síðar greinir E­ver­ton frá því að um sé að ræða 31 árs gamlan leik­mann liðsins. Hringurinn þrengdist síðan enn frekar þegar Fabian Delph sagði að hann væri ekki um­ræddur leik­maður. Þá var Gylfi eini leik­maðurinn sem gat komið til greina í leik­manna­hópi liðsins.

20. júlí 2021: Nafnið birt í ís­lenskum fjöl­miðlum
Ís­lenskir fjöl­miðlar segja frá því að Gylfi Þór sé til rann­sóknar hjá lög­reglunni í Manchester vegna kyn­ferðis­brots gegn barni. Gylfi Þór hefur ekkert tjáð sig um á­sakanir í sinn garð. Breskir fjöl­miðlar vitna í þá ís­lensku hvað nafn­greininguna varðar.

11.ágúst 2021: Málið enn­þá til rann­sóknar
Lög­reglan í Manchester stað­festir að mál Gylfa Þórs sé enn til rann­sóknar hjá em­bættinu. Rætt hafði verið um að hann myndi mæta fyrir dómara 12. eða 13. ágúst en ekkert varð úr því. Næsta dag­setning í málinu er þá 16. októ­ber.

25. ágúst 2021: Ekki í lands­liðs­hópnum
Arnar Þór Viðars­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins og Eiður Smári Guð­john­sen, þá­verandi að­stoðar­þjálfari lands­liðsins, til­kynna lands­liðs­hóp sinn fyrir komandi leiki í undan­keppni HM 2022. Gylfi Þór er ekki í leik­manna­hópnum og Arnar Þór segist ekki hafa rætt við Gylfa síðan hann var hand­tekinn. Á fimmtu­daginn síðast­liðinn var svo sömu sögu að segja. Gylfi Þór var ekki valinn í næstu leiki liðsins gegn Armeníu og Liechten­stein .

11.septem­ber 2021: Ekki í hópnum hjá E­ver­ton
E­ver­ton sendir frá sér stað­festingu á leik­manna­hópi liðsins fyrir komandi keppnis­tímabil í ensku úr­vals­deildinni 1. septem­ber og var hópurinn birtur á vef­síðu fé­lagsins laugar­daginn 11. septem­ber. Þar er nafn Gylfa Þórs ekki að finna á meðal leik­manna í hópi liðsins. Þar af leiðandi lá fyrir að hann myndi ekki spila með fé­lags­liði sínu fyrr en í upp­hafi næsta árs í fyrsta lagi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hann muni ekki spila aftur fyrir E­ver­ton þar sem að samningur hans við fé­lagið rennur út í sumar.

Á þessum tíma­punkti var búið að gefa það út að Gylfi Þór væri laus gegn tryggingu til 16. októ­ber en talið var að málið yrði tekið fyrir hjá dómara þann daginn, eða til­kynnt að málið hafi verið leyst utan dóm­stóla.

14.októ­ber 2021: Á­fram laus gegn tryggingu
Á þessum tíma­punkti var það gefið út að Gylfi yrði á­fram laus gegn tryggingu og þannig hefur málið þróast undan­farna mánuði. Beðið hefur verið niður­stöðu en þegar kemur að þeirri dag­setningu sem gefin hefur verið út að á­kvörðun verði tekin í málinu er gefið leyfi fyrir því að Gylfi verði á­fram laus gegn tryggingu.

20.janúar 2022: Fram­lengt
Þann 20. janúar fyrr á þessu ári kom fram í svörum lög­­reglunnar í Manchester við fyrispurn Frétta­blaðsins að Gylfi yrði á­fram laus gegn tryggingu til 17. apríl næst­komandi. Fyrir­­komu­lagið hefur nú verið fram­lengt fjórum sinnum en það var fyrst fram­lengt í ágúst, síðan í októ­ber og svo í janúar.

17.apríl 2022: Aftur fram­lengt
Til­kynnt var að Gylfi Þór yrði á­fram laus gegn tryggingu þar til í júlí þetta var í þriðja sinn sem tryggingu er fram­lengt yfir Gylfa eftir að hann var hand­tekinn í júlí í fyrra.

Getty Images

1.júlí 2022: Án samnings
Samningur Gylfa Þórs við enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton rann sitt skeið. Hann er nú án fé­lags.

16.júlí 2022: Ár frá hand­töku
Lítið var um svör á þessum tíma­punkti og var enn. Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir hand­töku þann 16 júlí á síðasta ári og nýjustu vendingar í málinu hefðu átt að verða ljósar á þessum tíma­punkti eftir því sem lög­reglan á Grea­ter Manchester svæðinu hafði gefið út.

14. október 2022: Lögreglan heldur spilunum þétt að sér
Tals­maður Lög­reglunnar í Grea­ter Manchester segir, í svari við skrif­legri fyrir­spurn Frétta­blaðsins, að engar nýjar upp­lýsingar liggja fyrir um stöðu mála hjá Gylfa Þór Sigurðs­syni en þarna höfðu 455 dagar liðið síðan hann var hand­tekinn í Bretlandi.

27. október 2022: Faðir Gylfa tjáir sig
Sigurður Aðal­steins­son, faðir Gylfa Þórs, tjáir sig í samtali við Fréttablaðið og segir að það geti ekki gengið í réttarríki að menn séu látnir dúsa í eitt og hálft ár erlendis án dóms og laga.

5 febrúar 2023 – Málið á borð saksóknara
Saksóknari í Bretlandi staðfestir að lögreglurannsókn sé lokið og að málið sé komið á borð þeirra, verði tekin ákvörðun um hvort málið verði fellt niður eða ákært verði í því.

14. apríl 2023 – Málið fellt niður
Lögreglan í Manchester staðfestir að málið hafi verið látið niður falla og að Gylfi Þór verði ekki ákærður. Gögn í málinu hafi ekki bent til þess að Gylfi yrði sakfelldur. Gylfi er laus úr farbanni en óvíst er hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Í gær

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Logi Hrafn samdi í Króatíu
433Sport
Í gær

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum