Daníel Ingi Jóhannesson 16 ára gamall leikmaður ÍA er nú til reynslu hjá danska félaginu, Nordsjælland.
Þessi ungi og efnilegi piltur virðist ansi eftirsóttur en danska stórliðið FCK hefur í þrígang boðið Daníel á reynslu.
Ísak Bergmann Jóhannesson bróðir Daníels er á mála hjá FCK en faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson.
Daníel er miðjumaður líkt og faðir sinn og bróðir en ljóst er að erlend félög fylgjast mjög náið framgangi hans.
Nordsjælland er staðsett í Kaupmannahöfn og því gæti Daníel orðið nágranni hans innan tíðar.
Daníel Ingi Jóhannesson (2007) is training with FCN this week. 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/SXvAZU8IEJ
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 13, 2023