Todd Boehly, eigandi Chelsea, var ansi brattur þegar fréttamaður Sky Sports náði af honum tali í dag.
Chelsea heimsækir Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu nú klukkan 19.
„Chelsea mun vinna 3-0,“ sagði Boehly.
Bandaríkjamaðurinn keypti félagið fyrir um ári síðan en lítið hefur gengið upp innan vallar. Chelsea er um miðja deild heima fyrir og hafa Graham Potter og Thomas Tuchel báðir verið reknir á leiktíðinni.
„Við lítum á þetta sem langtíma ferli. Það er mikil vinna framundan en við erum spennt fyrir framtíðinni.“
Hér að neðan má sjá spjallið við Boehly.
🗣️ "Chelsea are going to win 3-0 tonight." ✅
Todd Boehly is very confident about beating Real Madrid 👀 pic.twitter.com/L0SvqSmlGa
— Football Daily (@footballdaily) April 12, 2023