Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Á morgun mætir íslenska karlalandsliðið Leichtenstein hér ytra í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.
Illa fór í fyrsta leik Íslands í Bosníu-Hersegóvínu. 3-0 tap varð niðurstaðan þar.
Meira:
Algjör skyldusigur Íslands
Það verður leikið á Rheinpark leikvanginum í Vaduz á morgun. Um rúmlega 6 þúsund manna leikvang er að ræða. Þar leikur einnig lið Vaduz.
Flott umhverfi er í kringum völlinn, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Um algjöran skyldusigur er að ræða fyrir íslenska liðið á morgun. Allt annað en sannfærandi sigur yrðu vonbrigði.