fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkferlar KSÍ í kjölfar krísu Hvaða verkferlar eru til staðar hjá KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot og hafa þeir breyst í kjölfar krísu árið 2021?,“ er titill á ritgerð sem blaðamaðurinn, Jóhann Ingi Hafþórsson hefur skilað af sér og er nú aðgengileg á Skemmunni.

Í ritgerð Jóhanns sem starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu fer hann yfir þá krísu sem skapaðist hjá KSÍ þegar leikmenn í liðinu voru sakaðir um kynferðisbrot. Í ritgerð Jóhanns er rætt við starfsmenn KSÍ sem voru á staðnum þegar allt fór í bál og brand.

Málið fór í hámæli þegar þáverandi formaður KSÍ, Guðni Bergsson fór í viðtal við RÚV og var í kjölfarið sakaður um að hafa sagt ósatt. Í ritgerð Jóhanns segir. „Innrömmun getur skipt sköpum í krísustjórnun og vildi KSÍ ramma hlutina inn á ákveðinn hátt. Sambandið vildi gera lítið úr málinu, eins og orð Guðna í Kastljósi gáfu til kynna, þar sem hann vildi meina að ekkert erindi hafi borist KSÍ vegna kynferðisofbeldi. Þá sendi sambandið frá sér yfirlýsingu í þeim tilgangi að stýra umræðunni á þann veg að KSÍ hafi engar tilkynningar borist og hart yrði tekið á hvers kyns tilkynningum um kynferðisofbeldi,“ skrifar Jóhann og heldur svo áfram.

„Það gekk hins vegar illa, því fjölmiðlar gripu málið föstum tökum og ásamt utanaðkomandi aðilum stýrðu umræðunni gjörsamlega, með þeim afleiðingum að hún kom sér illa fyrir KSÍ. Ómar (Samskiptastjóri, KSÍ) var ekki ánægður með hvernig ráðgjafafyrirtækið sem KSÍ réði til starfa fyrst um sinn tók á málinu.“

Ósáttur með ráðgjafafyrirtæki:

Ómar Smárason hefur lengi starfað sem fjölmiðla og samskiptafulltrúi hjá KSÍ og hefur víðtæka reynslu. Jóhann Ingi ræðir við hann í ritgerðinni og fer Ómar yfir málið.

Ómar segist frá upphafi hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtæki sem Guðni Bergsson vildi starfa með þegar málið var við það að springa. „Þau voru að reyna að eyða einhverri umræðu sem var ekkert að fara að hverfa,“ sagði Ómar, sem vildi vera
heiðarlegri.

„Aftur vildi ég stíga fram og segja nákvæmlega þetta, hvaða reglur gilda. Það voru mín ráð allan tímann. Þegar ráðgjafarnir koma inn, er önnur ákvörðun tekin,“ segir Ómar í ritgerðinni.

Guðni fór í viðtal við Kastljós eins og fyrr segir þar sem málið í kjölfarið sprakk í loft upp. „Það var alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljósviðtal, því við vorum alveg meðvituð um hver afstaða RÚV gagnvart KSÍ væri, hún var mjög neikvæð. Við fundum það í öllum samtölum okkar við fréttamenn RÚV. Við vissum hvaða agenda RÚV var að keyra og því var ekki skynsamlegt að fara í þetta viðtal,“ segir Ómar um viðtalið fræga.

Eftir viðtalið var umfjöllun um málið mikil og spjótin fóru að beinast að Guðna og stjórn KSÍ sem sagði af sér í kjölfarið.

„Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ segir ómar.

Sagði sig frá málinu:

Ómar sem var hluti af þeim hópi sem fór yfir málið til að byrja sagði sig frá málinu þegar ráðgjafafyrirtækið sem Guðni Bergsson kallaði til var farið að ráða ferðinni.

„Það sem við gerðum, vegna þess að við höfum aldrei þurft að díla við krísu af þessari stærðargráðu né um þetta umfangsefni, fengum við til okkar fyrirtæki sem hefur reynslu af krísustjórnun og öðrum verkefnum. Við fengum til okkar sérfræðinga til að hjálpa okkur. Þeir gáfu okkur sín ráð. Ég var áfram í þessu teymi og gaf mín ráð. Ég fékk það á tilfinninguna í þessari ráðgjöf frá þessu fyrirtæki að þau væru að reyna að búa til einhverja þoku og slá ryk í augun á fólki í staðinn fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og leyfa fólki að hafa skoðun á því. Sem er að mínu mati miklu betra að gera, alltaf,“ segir Ómar í ritgerð Jóhanns.

„Þannig upplifði ég þetta og á endanum varð þetta til þess að ég sagði mér frá þessu teymi, steig út úr því. Eftir sátu þá ráðgjafarnir og þáverandi formaður. Mín ráð og ráðgjafateymisins voru allt önnur og þeirra ráð komu mér verulega á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn. En þarna fengum við sérfræðinga inn, sem auðvitað vita betur og þegar maður ræður sérfræðinga inn á maður að hlusta á þá og fylgja ráðum þeirra eftir bestu getu. Eftir á að hyggja voru það mistök. Við hefðum ekki átt að gera það. Ég hafði gefið mín ráð, það var ekki hlustað á þau eða farið eftir þeim í neinum tilfellum. Ég ákvað því að mínum tíma væri betur varið fyrir utan teymið.“

Þú átt að segja satt:

Ómar segir að þú eigir alltaf að segja satt, ef þú getur það ekki er betra að þegja.

„Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna að fara í viðtal við Kastljós, þetta fræga RÚV-viðtal þar sem allt sprakk. Ég var mótfallinn því. Það var ákvörðun sem var tekin af Guðna og þessu ráðgjafateymi.“

„Þú átt að segja sannleikann, það er regla í krísustjórnun sem ég lærði. Það er tvennt í boði; segðu sannleikann og ef þú getur ekki sagt sannleikann, ekki segja neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta
433Sport
Í gær

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius