Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Það er komið að leikdegi í Bosníu, þar sem íslenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í kvöld.
Um fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins 2024 er að ræða, en þangað ætlar Ísland sér.
Samkvæmt veðbönkum eru þó litlar líkur á að íslenska liðið sæki sigur til Zenica í kvöld. Stuðull á sigur Íslands á Lengjunni er 3,76.
Stuðullinn á sigur Bosníu er hins vegar 1,7. Stuðullinn á jafntefli er þá 2,99.
Leikur kvöldsins hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Meira:
Arnar Þór spurður út í ákvörðun KSÍ en kom með afar óvænt svar – „Var þetta ekki fyrir ykkur?“