Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í gær. Það varð raunin en Sporting fór áfram.
Í fjölmiðlum heimsins er mest fjallað um þá staðreynd að Kim Kardashian og sonur hennar voru mætt á völlinn að styðja Arsenal.
Saint er harður stuðningsmaður Arsenal og sást í treyju liðsins í afmæli í janúar en Kim er með um 350 milljónir fylgjenda á Instagram.