Andri Rúnar Bjarnason er að semja við Val ef marka má íþróttafréttamanninn, Ríkharð Óskar Guðnason.
Andri er án félags eftir að hann fékk samningi sínum við ÍBV rift á dögunum.
Andri kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og átti ágætis spretti með ÍBV.
Framherjinn er nú á leið í læknisskoðun hjá Val og mun í framhaldi skrifa undir eins árs samning.
Patrick Pedersen framherji Vals hefur glímt við meiðsli og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á nýjan leik.
Andri Rúnar Bjarnason gengur í raðir Vals á 1+1 samningi. Læknisskoðun í dag og krotað undir í kjölfarið. Gæti verið hvalreki fyrir Val ef hann helst heill. pic.twitter.com/fQ8kKpEK59
— Rikki G (@RikkiGje) February 13, 2023