fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Fundaði þrisvar með Aroni í fyrra – „Held að hann hafi séð í sumar að það hafi eitthvað verið til í því sem ég sagði“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:30

Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson gekk í síðasta mánuði í raðir Aftureldingar í Lengjudeildinni eftir að hafa rift samningi sínum við Fram. Magnús Már Einarsson, þjálfari liðsins, segir að hann hafi lengi verið að eltast við miðjumanninn.

Hinn 29 ára gamli Aron hafði verið í eitt tímabil hjá Fram í Bestu deildinni en hann hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum.

„Ég tók þrjá fundi með honum í fyrra. Hann á tengingar í Mosfellsbæinn, tengdafjölskyldan hans býr þar. Hann var nálægt þessu í fyrra en endaði í Fram þá. Svo rifti hann samningnum við Fram í haust og þá þýddi ekkert annað en að gera aðra tilraun. Ég þurfti ekki eins marga fundi í ár til að sannfæra hann. Ég held að hann hafi séð í sumar að það hafi eitthvað verið til í því sem ég sagði á fundunum í fyrra,“ segir Magnús í hlaðvarpsviðtali við 433.is.

„Það er jákvætt að menn sjái hvað við erum að gera og vilji koma og taka þátt í því með okkur.“

Magnús talar afar vel um Aron sem leikmann.

„Hann er frábær leikmaður. Við erum búnir að hafa augastað á honum lengi og teljum að hann henti mjög vel inn í okkar leikstíl. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið hann til okkar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?