Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen, var á dögunum spurður út í hvaða lið hann sjái vinna Meistaradeild Evrópu í vor, fyrir utan Bayern.
„Real Madrid og Manchester City,“ sagði Musiala en hélt áfram.
„Ég myndi líka segja Arsenal sem er að spila frábæran fótbolta undir stjórn Mikel Arteta.“
Real Madrid mætir RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en City mætir FC Kaupmannahöfn. Arsenal mætir þá Porto.
Bayern Munchen mætir þá Lazio.