Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea þurfti að fara af velli í sigri liðsins á Newcastle í enska deildarbikarnum í gær.
Chelsea jafnaði leikinn í síðari hálfleik og vann svo sigur í vítaspyrnukeppni.
Enzo byrjaði leikinn en um miðjan fyrri hálfleikinn bað hann um skiptingu en nú hefur komið í ljós að það var vegna veikinda.
„Hann var veikur, honum leið illa fyrir leik og lagaðist ekki þegar leikurinn byrjaðir. Hann bað um að koma af velli, honum leið ekki vel,“ sagði Maurico Pochettino stjóri Chelsea.
„Hann var slappur fyrir leikinn, hann reyndi og hann vildi spila. Við ákváðum að sjá hvernig þetta færi en honum leið ekki vel með þetta.“