fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Ummæli sem gætu verið vatn á myllu Arsenal fyrir janúargluggann

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lee Dykes, tæknilegur ráðgjafi Brentford, getur ekki beðið eftir því að Ivan Toney snúi aftur í liðið en viðurkennir að það gæti senn komið að því að framherjinn yfirgefið félagið.

Toney er að klára að afplána átta mánaða banni frá knattspyrnu fyrir brot á veðmálareglum.

„Ég er svo spenntur fyrir því að fá Ivan til baka því ég sé hann æfa og það er eins og hann hafi aldrei farið. Hann er mjög metnaðarfullur og ég sé að hann verður betri en nokkru sinni fyrr,“ segir Dykes.

Eins og flestir vita opnar félagaskiptaglugginn á ný í janúar. Toney hefur verið orðaður við stærri lið og einna helst Arsenal.

„Það verður mikill áhugi á Ivan í janúar. Eðlilega, svoleiðis ætti það að vera. Hann var þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og að mínu mati er hann einn af fimm bestu framherjum í heimi.

Kannski kemur að því mjög fljótlega að Ivan fari í annað félag. En það þarf að borga alvöru upphæð fyrir hann því hann er með svakalega hæfileika,“ segir Dykes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?