Kieran Trippier bakvörður Newcastle átti hræðilegan leik í tapi liðsins gegn Chelsea í enska deildarbikarnum í gær.
Trippier gaf markið sem Chelsea skoraði í venjulegum leiktíma og klikkaði svo á vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni þar sem Newcastle tapaði.
Trippier hefur verið ólíkur sjálfum sér síðustu vikur, mikið álag virðist vera að trufla kauða.
Twitter færsla hans frá 2014 er nú rifjuð upp en þá skrifaði hann. „Koma svo Chelsea,“ sagði Trippier á Twitter.
Chelsea var þá að mæta Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann var þá leikmaður Burnley.
„Tólfti maður Chelsea,“ skrifar einn netverji þegar hann rifjar upp færsluna og fleiri taka í sama streng.