Manchester United er talið með þrjá leikmenn á blaði sínu fyrir komandi félagaskiptaglugga.
Lærisveinar Erik ten Hag hafa átt erfitt tímabil, eru í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og dottnir út úr Meistaradeildinni eftir riðlakeppnina.
Það á að styrkja liðið í janúar og er talið að þeir Timo Werner, Serhou Guirassy og Donyell Malen séu á blaði.
Werner er kunnugur aðdáendum ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíma sinn hjá Chelsea. Þar gekk þó lítið upp og fór hann aftur til RB Leipzig.
Guirassy hefur raðað inn mörkum með Stuttgart á leiktíðinni og er eftirsóttur.
Loks er Malen á mála hjá Dortmund en hann var áður í yngri liðum Arsenal.
Allir leikmennirnir geta leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Það þarf þó að finna lausn með Anthony Martial áður en tekin er ákvörðun með að fá inn nýjan sóknarmann, en ekki er talið að Frakkinn eigi framtíð fyrir sér hjá United.
#mufc have spoke with representatives of Timo Werner, Serhou Guirassy and Donyell Malen. A decision regarding Anthony Martial is required before a possible deal. [@FabrizioRomano, United Stand YT]
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) December 18, 2023