Manchester United ætlar sér ekki að ganga frá kaupum á Sofyan Amrabat eftir tímabilið. Þessu halda ensk blöð fram í dag.
Amrabat er 27 ára gamall miðjumaður sem kom á láni frá Fiorentina í sumar.
Hann hefur spilað mikið án þess að ná að heilla marga með frammistöðu sinni.
Forráðamenn United telja ekki þörf á Amrabat þar sem Kobbie Mainoo virðist vera tilbúinn í slaginn.
Þessi 18 ára gamli miðjumaður hefur heillað marga með spilamennsku sinni undanfarnar vikur