Keppni í Lengjudeildunum hefst í byrjun maí. Lengjudeild kvenna lýkur laugardaginn 7. september. Lengjudeild karla lýkur laugardaginn 28. september með úrslitaleik á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deild karla að ári.
Í Lengjudeild karla verður byrjað á nokkrum áhugaverðum leikjum en þar má nefna leik Dalvíkur/Reynis og ÍBV í fyrstu umferð.
Bæði lið verða nýliðar í deildinni, Dalvík/Reynir eftir sigur í 2 deildinni í sumar en ÍBV eftir fall úr Bestu deildinni.
1 umferðin:
Afturelding – Grótta
Keflavík – ÍR
Grindavík – Fjölnir
Leiknir – Njarðvík
Dalvík/Reynir – ÍBV
Þróttur – Þór