Margir ráku upp stór augu er Davy Klaasen kom inn á í leik Inter gegn Lazio um helgina.
Klaasen gekk í raðir Inter í sumar frá Ajax en hann er fyrrum leikmaður Everton einnig. Það gekk þó lítið upp hjá leikmanninum á Englandi.
Hollendingurinn kom inn á seint í sigri Inter á Lazio og það sem allir voru að ræða eftir leik var hár Klaasen, en hann skartar nú miklu hári, sem var ekki staðan fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Hér að neðan er mynd af Klaasen frá því í leiknum gegn Lazio og enn neðar er mynd af honum frá því í leik með Ajax í ágúst.