Myndband af Neymar í endurhæfingu hefur vakið mikla athygli en þar beinlínis grætur hann úr sársauka.
Neymar sleit krossband í nóvember og spilar líklega ekki fótbolta aftur fyrr en í ágúst. Missir hann til að mynda af Copa America með brasilíska landsliðinu.
Neymar gekk í raðir sádiarabíska félagsins Al Hilal í sumar en var ekki búinn að vera lengi þar þegar hann meiddist.
Það er mikil vinna að koma sér til baka eftir krossbandsslit og í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot af endurhæfingarferli Neymar.
Þar öskar hann og veinar af sársauka.
Myndband af þessu er hér að neðan.
ACL: Neymar seems to be in so much pain 😢 So this is what Timber and Gavi are passing through 😭😭 pic.twitter.com/1eENe2skPG
— ::: Bekee 👅🍭 (@TheGirlBekee) December 20, 2023