Joey Barton, fyrrum knattspyrnumaður hefur farið mikinn undanfarnar vikur og verið sakaður um ítrekaða kvennfyrirlitningu.
Barton hefur gagnrýnt konur sem koma að umfjöllun um knattspyrnu karla, segir hann þær ekkert hafa til málana að leggja og viti ekki um hvað þær tala.
Í gær var svo valinn íþróttamaður ársins í Bretlandi og það var Mary Earps, markvörður Manchester United og enska kvennalandsliðsins sem vann verðlaunin.
Barton þykir þetta algjör skandall, telur að Earps eigi þau ekki skilið og að hún sé ekkert sérstaklega merkilegur íþróttamaður.
„Ég myndi skora úr 100 vítum í röð á hana, alla daga ársins og tvisvar á helvítis sunnudögum,“ skrifar Barton.
Hann segir að Earps hafi tapað úrslitaleikjum, ekki unnið neitt og ætti verðlaunin ekki skilið. Mörgum þykir Barton fara langt yfir strikið þarna og hann er sakaður um að hata konur.