Arsenal er farið að skoða arftaka Thomas Partey og verða dagar miðjumannsins líklega senn taldir hjá félaginu. Daily Mail segir frá þessu.
Partey gekk í raðir Arsenal árið 2020 og hefur verið frábær inn á milli en einnig verið mikið frá vegna meiðsla. Á þessari leiktíð hefur hann aðeins getað spilað fjóra leiki vegna þeirra.
Samkvæmt enskum miðlum koma fjórir miðjumenn til greina sem arftakar Partey hjá Arsenal.
Það eru þeir Douaglaz Luiz og Jacob Ramsey sem eru hluti af frábæru liði Aston Villa sem er óvænt í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
Þá er Joao Palinha, miðjumaður Fulham, á blaði og sömuleiðis Amadou Onana hjá Everton.