Shay Given fyrrum markvörður félagsins hefur ráðlagt félaginu að láta til skara skríða og semja við David de Gea.
Nick Pope markvörður liðsins spilar líklega ekki meira á þessu tímabili og virðist Given ekki treysta Martin Dubravka til að græja hlutina.
„Ég held að öll stór félög horfi til hans, ég held að Chelsea sé eitt þeirra,“ sagði Given eftir tap Newcastle gegn Chelsea í gær.
„Newcastle verður að horfa til De Gea, hann hélt ofast hreinu af öllum í deildinni í fyrra.“
„Hann gerði nokkur mistök í fyrra en hann er. bara 33 ára og er því ungur fyrir markvörð. Ég held að öll félög væru til í að hafa hann.“