Noel Gallagher, fyrrum meðlimur Oasis og tónlistarmaður hélt tónleika í Birmingham um liðna helgi sem voru vel sóttir.
Gallagher er harður stuðningsmaður Manchester City sem er með Aston Villa í toppbaráttunni.
Gallagher hefur litla trú á því að Aston Villa vinni eitthvað og lét vita af því þegar stuðningsmenn félagsins fóru að syngja Aston Villa.
„Þið vinnið ekki rassgat,“ sagði Gallagher og margir höfðu gaman af.
„Það er bara einn aðili sem vinnur eitthvað frá Birmingham og það er Jack Grealish,“ sagði Gallgher einnig en City keypti hann frá Aston Villa fyrir rúmum tveimur árum.
Noel Gallagher in Birmingham at the weekend giving his thoughts on Villa winning the league. pic.twitter.com/IozB6H0PwF
— JAY (@any_spare) December 18, 2023