Liverpool er komið áfram í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að hafa slátrað West Ham á heimavelli í kvöld.
Sigurinn og hvernig hann kom var nokkuð óvæntur enda hvíldi Jurgen Klopp marga af sínum bestu leikmönnum.
Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í hálfleik.
Curtis Jones og Cody Gakpo bættu við mörkum áður en Jarrod Bowen lagaði stöðuna fyrir West Ham.
Í stöðunni 3-1 átti West Ham von en Curtis Jones skoraði aftur og varamaðurinn Mo Salah skoraði einnig. Lokastaðan 5-1 fyrir Liverpool.
Liverpool hvíldi marga leikmenn sem komu þó við sögu en sömu sögu má segja um West Ham sem hvíldi nokkra sterka leikmenn.