Djordje Petrovic var öflugur í marki Chelsea í gær þegar liðið vann Newcastle í vítaspyrnukeppni
Petrovic sem kemur frá Serbíu kom til Chelsea í sumar og fær nú tækifæri vegna meiðsla.
Hann og unnusta hans Djina hafa komið sér vel fyrir í London og hafa það gott.
Djina er 23 ára gömul en hún var kjörinn Ungfrú Serbía árið 2021 og tók eftir það þátt í Ungfrú heimur og vakti mikla athygli.
Djina er með sitt eigið fatafyrirtæki sem hefur gert það gott í heimalandi þeirra Serbíu.
Djina og Petrovic eru eitt af ofurpörum í Serbíu en ljóst er að lífið leikur við markvörðinn innan sem utan vallar.