Atletico Madrid tók á móti Getafe í hörkuleik í spænsku La Liga í gærkvöldi.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Antoine Griezmann gerði tvö marka Atletico og var hann til viðtals eftir leik. Þar hrósaði hann Mason Greenwood, leikmanni Getafe.
„Mason Greenwood var að valda verulegum usla í seinni hálfleiknum. Við gátum ekki stoppað hann og það kostaði okkur í leiknum,“ sagði Griezmann eftir leik.
Jose Bordalas, stjóri Getafe, hrósaði Greenwood einnig eftir leik.
„Ég hef sagt það frá fyrsta degi að hann er frábær leikmaður og hann mun ná vopnum sínum smátt og smátt. Við þurfum að passa vel upp á hann,“ sagði Bordalas.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en ekki er talið að hann eigi framtíð hjá enska liðinu.
Hann hefur verið orðaður við stærri lið á Spáni eftir frammistöðu sína með Getafe.