Chelsea vill losa um fjármuni vegna Financial Fair Play reglna og gæti nær splunkunýjum leikmanni verið kastað fyrir lestina til að fá inn pening.
Lundúndafélagið hefur hrúgað inn leikmönnum frá því Todd Boehly eignaðist það og þarf nú að fara að losa um.
Franski miðillinn Foot Mercato segir að Chelsea sé til í að selja miðvörðinn Benoit Badiashile, sem gekk í raðir félagsins í byrjun þessa árs. Kom hann frá Monaco og kostaði 35 milljónir punda.
Samkvæmt miðlinum hefur Lyon mikinn áhuga á að kaupa hann en liðið hefur verið í tómu tjóni í frönsku úrvalsdeildinni og er í botnbaráttu.
Badiashile hefur aðeins spilað 16 leiki frá komu sinni til Chelsea.