Breiðablik og tónlistarmaðurinn vinsæli, Ingólfur Þórarinsson gáfu út lag á dögunum sem birt var á Spotify.
Það er Alda Music sem gefur lagið út en Breiðablik og Ingólfur eru skráðir höfundar lagsins sem birt var á Spotify í síðustu viku.
Lagið hefur verið til í einhvern tíma og heyrst óma á Kópavogsvelli undanfarið ár þar sem ungir sem aldnir hafa sungið með.
Breiðablik rekur stærstu knattspyrnudeild landsins en félagið hefur gefið út nokkur stuðningsmannalög.
Lagið sem Ingólfur samdi fyrir félagið heitir „Það er gott að búa í Kópavogi“ og vitnar þar með í orð Gunnars Birgissonar, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs.
Lagið má heyra hér að neðan.