Það er áhugi frá ensku úrvalsdeildinni á yngri bróður Jude Bellingham, Jobe, en þetta kemur fram í spænskum miðlum í dag.
Jobe er aðeins 18 ára gamall og er á mála hjá Sunderland í ensku B-deildinni en þangað fór hann frá uppeldisfélaginu Birmingham í sumar.
Jobe, sem spilar á miðjunni eins og bróðir sinn, er lykilmaður í liði Sunderland sem setur stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt nýjustu fréttum sendu Arsenal, Chelsea og Liverpool öll útsendara á leik Jobe gegn Bristol á dögunum.
Það er því greinilega áhugi á honum víða.
Jude bróðir hans hefur verið að gera frábæra hluti hjá Real Madrid frá því hann var keyptur þangað í sumar frá Dortmund.