Steven Berghuis, leikmaður Ajax, átti án efa eitt af klúðrum tímabilsins í leiknum gegn Zwolle um helgina.
Berghuis spilaði um stutt skeið með Watford í ensku úrvalsdeildinni en hefur verið hjá Ajax síðan 2021.
Klúðrið um helgina kom í stöðunni 2-1 fyrir Ajax en reyndist dýrkeypt þar sem leikurinn endaði 2-2.
Ajax hefur aðeins verið að taka við sér í undanförnum leikjum eftir erfiða byrjun á leiktíðinni og situr í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig.
Myndband af klúðri Berghuis er hér að neðan.
Berghuis with one of the worst misses you'll ever seen 🙈🙈 pic.twitter.com/lQiU2O9YKf
— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) December 17, 2023