Kylian Mbappe framherji PSG virðist vera orðinn þreyttur á samstarfi sínu við Luis Enrique þjálfara liðsins. AS á Spáni heldur þessu fram.
Enrique tók við þjálfun PSG í sumar en liðið hefur aðeins hikstað undir hans stjórn.
Mbappe er að skoða það að fara frá PSG næsta sumar, samningur hans er þá á enda og er talið líklegt að hann semji við Real Madrid.
AS segir að samband Mbappe og Enrique hafi byrjað ágætlega en hafi versnað hratt og sé nú á slæmum stað.
Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi og er einnig í hópi þeirra launahæstu.