Dwight Yorke fyrrum framherji Manchester United segir að félagið hafi gert stór mistök á markaðnum í sumar, sérstaklega þegar David De Gea var hent út og Andre Onana var sóttur.
Hann segir stærstu mistök félagsins vera að liðið fær inn leikmenn sem bæta ekkert.
„Manchester United var með einn sinn besta markvörðinn í De Gea, þeir láta hann fara en bættu ekkert liðið,“ sagði Yorke.
„Þú kaupir ekki leikmenn sem eru á sama getustigi, þú átt að reyna að gera hópinn betri.“
Hann segir að liðið sé ekki á góðum staða, hann segir miklar breytingar hafa orðið en ekki gert neitt.
„Þegar ég horfi á hópinn núna, liðið er ekkert betra eftir kaupin í sumar. Það á ekki að vera svona.“
„Félagið hefur breytt svo miklu, en það hefur gleymst að bæta liðið. Ég skil ekki hvernig svona gerist.“