Sir Jim Ratcliffe mun eignast 25 prósenta hlut sinn í Manchester United fyrir jól ef marka má ensk blöð nú í morgun.
Ferlið allt hefur tekið ansi langan tíma en nú virðist enski milljarðamæringurinn vera að ganga frá málinu.
Daily Mail segir að kaup Ratcliffe verði þó ekki til þess að United geti í janúar farið að eyða háum fjárhæðum í leikmenn.
Félagið vonast þó til að koma Ratcliffe að borðinu verði til þess að félagið geti keppt við Manchester City, Liverpool og Arsenal.
United hefur verið í vandræðum undanfarin ár en Ratcliffe mun hafa mikið að segja um málefni tengt fótboltanum.
Ratcliffe borgar 1,25 milljarð pund fyrir 25 prósenta hlutinn en hann er sagður ætla sér að eignast félagið einn á endanum.