Þrír leikir fóru fram í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Everton tók á móti Fulham og komust gestirnir yfir seint í fyrri hálfleik með marki sjálfsmarki Michael Keane. Beto jafnaði fyrir Everton á 82. mínútu og tryggði liðinu vítaspyrnukeppni.
Eftir langa vítaspyrnukeppni hafði Fulham loks betur, 6-7 og er komið í undanúrslit.
B-deildarlið Middlesbrough heimsótti þá spútniklið keppninnar í ár, Port Vale úr C-deildinni og varð þægilegur 0-3 sigur gestanna niðurstaðan.
Boro komst í 0-2 um miðbik fyrri hálfleiks með mörkum Jonathan Howson og Morgan Rogers og róðurinn varð því fljótt þungur fyrir heimamenn. Matt Crooks bætti svo við þriðja markinu.
Loks mættust Chelsea og Newcastle í stórleik kvöldsins. Það stefndi í að mark Callum Wilson á 16. mínútu myndi duga Newcastle til sigurs en í uppbótartíma leiksins jafnaði Mykhailo Mudryk. Það var því farið í vítaspyrnukeppni.
Þar hafði Chelsea betur og er komið áfram.
Einn leikur er eftir í 8-liða úrslitunum en Liverpool tekur á móti West Ham annað kvöld.