Davíð Snær Jóhannsson er farinn frá FH og genginn til liðs við Álasunds í norsku B-deildinni.
Davíð er uppalinn hjá Keflavík en hann kom til FH frá Lecce á Ítalíu vorið 2022.
Nú er hann farinn til Álasunds sem féll úr norsku úrvalsdeildinni í ár.
„Við munum að sjálfsögðu sakna Davíðs Snæs, hann var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður okkar á síðasta tímabili. En þetta sýnir á sama tíma að við gerum að gera vel, við keyptum Davíð fyrir einu og hálfu ári síðan og erum búnir að hjálpa honum að taka næsta skref á sínum ferli. Við getum boðið ungum leikmönnum upp á mjög góðar aðstæður til að þróa leik sinn, bæði er aðstaðan góð hjá okkur og þjálfarateymið okkar mjög fært og það á stóran þátt í því að Davíð fær þetta tækifæri núna. Við óskum Davíð Snæ góðs gengis í Noregi og þökkum honum fyrir hans störf fyrir Fimleikafélagið.“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í yfirlýsingu félagsins.
Davíð Snær seldur til Ålesund FK 🤝#TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE
— FHingar (@fhingar) December 19, 2023