Savoir Sport birti skemmtilega færslu á Instagram um Albert Guðmundsson og Wojciech Szczesny, markvörð Juventus, í dag.
Albert hefur farið á kostum með Genoa í Serie A á þessari leiktíð og er orðaður við stærri lið á Ítalíu.
Á föstudag skoraði hann mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn stórliði Juventus. Szczesny stóð einmitt í markinu og í tilefni af því birti Savoir Sport mynd af Alberti og Szczesny þar sem hinn fyrrnefndi var á reynslu hjá Arsenal.
„Það eru tólf ár síðan þessi mynd af Alberti og Wojciech Szczesny var tekin í London þar sem Íslendingurinn var á reynslu hjá Arsenal, en Szczesny spilaði þar á þeim tíma,“ segir meðal annars í færslunni og er einnig birt mynd af Alberti og Szczesny frá leiknum á föstudag.
„Eftir öll þessi ár spila þeir í sömu deild og á föstudag skoraði Albert gegn pólska markverðinum,“ segir einnig í færslunni.
Hana má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram